Hundruð handtekin eftir ofbeldisfull mótmæli vegna útgöngubanns í Hollandi

Í fjölda hollenskra borga voru óeirðir á sunnudag þegar fólk fór á göturnar í mótmælaskyni við röð hafta og útgöngubanns sem sett var á laugardag, skrifar Reuters.

Yfir 240 manns voru handteknir og lögregla notaði vatnsbyssur og hunda til að dreifa mótmælendum. Í tveimur borgum aðstoðaði herlögreglan við að hafa hemil á mótmælendum.

Um land allt var kveikt í bílum, kastað var blysum að lögreglu og verslanir rændar, að því er hollenski ríkisfjölmiðillinn NOS greinir frá samkvæmt Reuters.

MEST LESIÐ

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on telegram

AÐRAR FRÉTTIR