Hnífamaður skotin til bana í London

Hryðjuverkamaður var skotin til bana í London fyrir stundu og segir lögreglan að málið sé rannsakað sem hryðjuverk.

Maðurinn var skotinn til bana eftir að hafa stungið fólk á förnum vegi með hníf. Í tilkynning lögreglunnar segir að minnst tveir séu alvarlega slasaðir. Atvkikið átti sér stað í verslunarmiðstöð í Streatham og nærliggjandi stöðum.

Lögreglan hefur sent fjölmennt lið á staðinn og eru nokkrir meðhöndlaðir á staðnum með smávægilega áverka. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR