Hnífaárás rannsökuð sem hryðjuverk

Þrjár manneskjur voru drepnar og þrír eru alvarlega sárir eftir hnífaárás í almenningsgarði í bænum Reading á laugardagskvöld.

Árásin er nú rannsökuð sem hryðjuverk en í fyrstu taldi lögreglan atburðin ekki hryðjuverk.

Hryðjuverkasveit hefur unnið náið með lögreglunni í Thames Valley á sunnudagsnótt og hefur komist að þeirri niðurstöðu að um sé að ræða hryðjuverkaárás.

25 ára maður var handtekin vegna árásarinnar og verður áfram í gæsluvarðhaldi.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR