Hlakkar í Heimskviðum RÚVs

Það er alltaf þannig að hægt er að finna rétta niðurstöðu ef horft er með ákveðnum hætti á menn og málefni og viðmælendurnir eru réttir. Svo er að sjá þegar lesið er greinin ,,Mikil áskorun fyrir lýðræðið í Bandaríkjunum“ í Heimskviðum.

Í greininni má sjá hvar hjartað slær en greinin byrjar á að kenna Donald Trump um að illa gengur að ráða við kórónuveirufaraldurinn í Bandaríkjunum. Þar segir orðrétt: ,,Kórónuveirufaraldurinn hefur geisað nánast óáreittur í Bandaríkjunum því eins og veiran skæða hefur aðgerða- og andvaraleysi forsetans smitast út í samfélagið. Faraldurinn er hvergi eins útbreiddur og þar og setur allt í senn í uppnám, efnahag Bandaríkjanna, kosningarnar sjálfar og forsetatíð Donalds Trump.“

Það að segja að aðgerða- og andvaraleysi forsetans sé um að kenna er fullyrðin sem á sér ekki stað í raunveruleikanum. Það er of langt að fara í allar aðgerðir sem Bandaríkjastjórn hefur farið í til að tækla faraldurinn en hún var meðal fyrstu ríkja til að reyna að hefta framgang hans með t.d. ferðabanni á Kínverja og víðtækum skimunum, hjálp við borgir í miklum vanda, sem undantekningalaust eru undir stjórn Demókrata.

Vandinn er stjórnskipulagið í Bandaríkjunum. Þetta eru 50 ríki, hvert með eigin ríkisstjóra og þing og mikið sjálfsákvörðunarrétt í innri málum. Svo á við um borgir, borgastjórnir ráða stefnunni í aðgerðum í heilbrigðismálum. Þau ríki og borgir sem eru undir stjórn demókrata, hafa farið hvað verst undan faraldnum og  það er engin tilviljun. Andstaðan og hatrið út í Donald Trump er svo mikið að margar borgir og ríki undir stjórn demókrata neita aðstoð stjórnar hans og kjósa heldur að reyna að eiga við faraldurinn sjálf. Árangurinn er oftast skelfilegur.

Andvara- og aðgerðarleysi demókrata er svo mikið að það er allt í lagi að leyfa mótmæli og þar með óeirðum geysa í borgum demókrata en koma svo með strangar reglur fyrir fyrirtæki og einstaklinga, þannig að það stefnir í að um 40 milljónir manna missi heimili sín á næstu mánuðum og kórónuveirufaraldurinn komist í yfirgír.

Forsetinn, þótt valdamikill sé, er ekki einráður og valddreifingin er svo mikil að samstarf allra þarf til að eiga við farald sem geysar á lands- og heimsvísu. Það er því mikil einföldun og beinlínis rangt að varpa allri sök á forsetann sem hefur bæði haft fjölmiðla eins og New York Times, The Washington Post og CNN á móti sér. Þessir fjölmiðlar eru beinlínis í vasa demókrata og í New York Times vísar Heimskviður. Ekki beinlínis traustvekjandi heimild.

Heimskviður virðist telja að póstkosningar séu í lagi þótt umdeildar væru. Hvers vegna eru þær umdeildar? Það gefur auga leið að ef kjósandinn mætir ekki í eigin persónu, sýnir ekki skilríki og sendir kjörseðilinn í pósti sem er milliliður, að kræfir aðilar geta auðveldlega komist með puttanna í slíkt og haft áhrif. Alltaf er verið að ásaka Rússa um afskipti af kosningunum 2016 og mikill ótti er við að þeir fari af stað í þessum kosningum.  Það eru ekki bara Rússar sem hafa áhuga á niðurstöðum þeirra, líka þjóðir eins og Kínverjar og Íranir. Hægt er við að þessar þjóðir fari af stað og hafi afskipti en líka stuðningsmenn beggja flokkanna í Bandaríkjunum.

Menn hafa prófað bandaríska póstkerfið og athugað áreiðanleika þess. Sent hundruði kjörseðla af stað og athugað endurheimtur. Nokkur prósent skiluðu sér seint eða ekki. Það er býsna alvarlegt og getur haft áhrif á niðurstöðu kosninganna.

Svo má spyrja sig af hverju kjósendur geti ekki mætt á kjörstað ef tveggja metra reglan er virt og fólk beri andlitsgrímur? Á Íslandi fóru fram forsetakosningar með ágætri þátttöku í miðjum heimsfaraldri og svo hefur einnig verið annars staðar í heiminum.

Aðal jókerinn í spilinu eru forsetaframbjóðendur báðir, Kamala Harris og Joe Biden. Engin hrifning gætir í herbúðum demókrata í garð þeirra beggja. Harris var svo óvinsæl í forvalinu þegar hún var sjálf í forsetaframboði, sérstaklega hjá svörtum, að hún var meðal fyrstu sem duttu út. Þegar Biden hélt kosningaröll, áður en faraldurinn braust út, mátti hann telja sig heppinn ef nokkrir tugir stuðningsmanna mættu. Hann sjálfur datt næstum sjálfur út og varð óvænt valinn en faraldurinn hefur verið mikil blessun fyrir forsetaframboð hans.

Mikið áhyggjuefni er andlegt heilsufar fyrrum varaforsetans og gagnrýnendur hafa tekið eftir að hann virðist oft illa áttaður, mismælir sig ítrekað, getur ekki klárað setningar og þarf stöðugt að hafa minnismiða við hendi þegar hann kemur fram í fjölmiðlum. Nýjast nýtt er þegar hann bauð Harris velkomna um borð í gegnum myndsamtal, að hann komst ekki einu sinni í gegnum það án þess að hafa minnismiða og aðstoðarfólk með bendingum sem hjálpuðu hann í gegnum samtalið. Talað er um elliglöp sem er ekki óalgengt hjá svona ölduðum einstaklingi en Biden er 77 ára gamall og yrði 78 ára þegar og ef hann kemst í forsetastólinn.

Nú er stefnan hjá demókrötum að halda Biden til hlés og láta Trump glíma við alla erfiðleikanna í landinu á meðan.  Fram til kosninga verða allir steinar lagðir í veg fyrir forsetaframboð Trumps, líka þeir sem skaða Bandaríkin. Svo er það spurning hvort að kjósendur sjái í gegnum leik demókrata?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR