Hjálpa fólki á heimaslóðum frekar en að flytja það úr landi

Á næstu mánuðum mun Bretland senda tæplega fimm milljarða ísl. króna í neyðaraðstoð til nágrannaríkja Afganistans.

Peningarnir munu hjálpa löndunum að hýsa Afgana sem flúðu land eftir að talibanar tóku við völdum. Ætlunin er að hjálpa fólki sem næst sínum heimaslóðum og nýta peninga til að hjálpa mun fleirum en þessi fjárhæð myndi annars nýtast mun færri ef flytja ætti fólk úr landi.

Um 1.5 milljarður ísl. króna fara til flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, og annarra neyðarhjálparstofnana. Þá peninga á að nota til að stækka tjaldbúðir og salernisaðstöðu á svæðum sem liggja að Afganistan.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR