Hin þögla bylting gegn auðkennisstjórnmál

Hér hefur verið tíðrætt um kanadíska sálfræðinginn Jordan Peterson og baráttu hans gegn ný-marisma, feminisma og aðrar hugmyndastefnur sem hallast til vinstri, svo sem kommúnisma og sósíalisma sem oft eru flokkaðar sem auðkennispólitík (e. identity politics).

Jordan Peterson spratt eins og skrattinn úr sauðalæknum fyrir tveimur árum á öldum ljósvakamiðla eða nánar til tekið á Youtube. Það eru aðallega ungir menn sem nota þennan miðil og þar náði hann til  þeirra, en líka aðra, sem voru í leit að svörum um tilgang lífsins.

Ungu mennirnir hungruðu í svör um hvaða hlutverki ungir karlmenn eiga gegna í nútímasamfélaginu,en það virðist ekki vera neinar leiðbeiningar og hvatning til þeirra um að gegna ákveðnu hlutverki í samfélaginu hvorki á Íslandi né annars staðar.  Svo virðist vera sem að aðrir hópar, svo sem stúlkur og í raun allir aðrir hópar, jafnvel jaðarhópar, fái hvatningu í gegnum fjölmiðla eða stjórnvalda með lagasetningu eða fjárveitingu.

Þetta má sjá hér á Íslandi en vandi íslenskra karlmanna hefur lokst birst á yfirborðinu þegar Karl Gauti Hjaltason, fyrrum þingmaður Flokks fólksins, hélt athyglisverða ræðu um slæma stöðu ungra karlmanna.

Staða íslenskra karlmanna er slæm, um það verður ekki efast.  Þeir eru í meirihluta þeirra sem sitja í fangelsum landsins, þeir eiga í mesta vanda í grunnskólum landsins en þar er hegðunarvandi þeirra mættur með lyfjagjöf og karlmenn eru komnir í minnihluta þeirra sem sækja háskólanám. Svo mætti lengi telja, til dæmi slæma stöðu þeirra í forræðismálum o.s.frv.

Eini boðskapurinn sem virðist vera miðlaður til ungra karlmanna er boðskapur auðkennispólitíkur en þar eru eins og komið hefur fram, allir aðrir hópar en ungir karlmenn, sem fá athyglina en þeir skammirnar (t.d. hið meinta feðraveldi sem þeir eiga vísa að bera ábyrgð á en kannast ekkert við úr eigin lífi). 

Þeir hafa því fundið messías sinn í formi Jordan Peterson, sem talar beint við þá á Youtube um gamaldags gildi eins og að vaxa úr grasi og taka ábyrgð á eigin lífi en einnig að vera í sambandi við karlmanninn í sér og viðurkenna fyrir sjálfum sér að þeir eru í líkama karlmanns og sem karlmenn bera þeir ákveða ábyrgð innan til dæmis fjölskyldunnar.

Fyrr en varði, var hann kominn með milljónir áhangendur sem þyrstu í svör og svo var einnig komið hér á Íslandi. Íslenskir drengir eða ungkarlar, hafa sótt í boðskap Jordan Peterson beint á netið án þess að nokkur hafi reynt að beina þeim þangað.

Það er ekki hægt að neita því að auðkennispólitíkin hafi læðst inn í íslenskt háskólasamfélagið og orðið áberandi innan félagsvísindasviðið og sérstaklega innan kynjafræðinnar. Í háskólanum eru þeir, ungu karlmennirnir, útsettir fyrir þeirri pólitískri umræðu sem einkennir háskólasamfélagið hérlendis og  vestanhafs um þessar mundir.

Jordan Peterson er ekki einn á ferð, nefna má aðra sem boða svipaðan boðskap, svo sem Sam Harris, Dave Rubin, Joe Rogan og Ben Shapiro. Allt eru þetta fyrirferðamiklir einstaklingar sem miðla boðskapinn beint til áhangenda, oftast í löngum fyrirlestrum og umræðum á Youtube, en líka á öðrum miðlum, og oftast eru þetta fyrstu og mögulega einu rökin sem þeir hafa nokkurn tímann heyrt gegn auðkennisstjórnmál á ævi sinni.

Þessir baráttumenn gegn auðkennispólitíkinni hafa sópað staðalímyndum hennar út af borðinu og rutt leiðina fyrir annars konar túlkun á alls konar málefni, svo sem trú, heimspeki, sálfræði, félagsfræði og sögu og án miðlunar af fyrir fram ákveðinni hugmyndafræði póstmóderisma með ný-marxísku kryddi.

Vinstrið leyfði þessari nýju nálgun á stóra sannleikanum að leika lausum hala í um tvö ár (á netinu sem akademían hafði látið ósnert að mestu) en svo vaknaði það upp við vondan draum og áttaði sig á að einokun þess á félagsvísindalegri umræðu var ekki lengur eingöngu í höndum þess.

Kaflaskil urðu í frægu sjónvarpsviðtali en þar tók sjónvarpskonan Cathy Newman viðtal við Jordan Peterson á Channel four News.  Þar átti negla og útrýma hugmyndum Jordan í eitt skipti fyrir allt en taflið snérist í höndum hennar og hún tapaði umræðunni með offorsa og stöðluðum frösum.

Nú, þegar hættan er öllum vinstrimönnum ljós, er róið öllum árum hjá þeim að klína sem mestum skít á hann og honum fundið allt til foráttu. Þar sem erfitt er að finna nokkuð að rökum hans, hann tapar ekki rökræðum og fáir sem þora í hann lengur, er reynt að ráðast á hann vegna tekna sem hann hefur af Youtube myndböndum sínum, fyrirlestrum og bókasölu.

Hin þögla bylting gegn auðkennisstjórnmál er kölluð það, vegna þess að umræðan fór úr hinu lokuðu fyrirlestrasölum háskólanna yfir á netið, þar sem allir geta tekið þátt og þetta gerðist án þess að menntaelítan yrði þess var eða var til andsvara.

Hin hugmyndalegu átök eru milli vinstri og annarra, er rétt að byrja. Öllum mögulegum meðulum verður beitt og mikið skítkast er framundan. Fróðlegt verður að sjá hvernig umræðan verður hér á hinu vinstrisinnaða Íslandi, ef nokkur?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR