Heimskviður og Donald Trump

Óhætt er að segja að engin ást er á milli höfundar Heimskviða í dag og Donalds Trumps. Örla má þó fyrir aðdáun inn á milli, en hann fer fljótt aftur í skotgrafinir ef honum finnst hann bera of mikið lof á forsetann.

Það er rétt hjá pislahöfundi að það er gjá á milli Bandaríkjamanna og hefur verið síðan Víetnamsstyrjöldin var og hét. Hippamenningin hafði sitt að segja. Eins konar uppgjör átti sig þá stað við hefðbundin gildi og frjálslynd gildi urðu ríkjandi á áttunda áratugnum og sem smitaðist alla leið upp í Hæstarétt Bandaríkjanna en demókratar hafa allar götur síðan þá ráðið ferðinni þar og leyft margt, eins og til dæmis fóstureyðingar og hjónabönd samkynhneigðra. 

Tekið hefur verið á mörgum tapúmálum og segja má að aldrei hafa einstaklingar þarlendis verið frjálsari hvað varðar perónufrelsi en einmitt nú. Donald Trump kom þessari gjá ekki á eins og bent er hér á. Öldur sögunnar stíga eða hníga með tímanum. Svo á einnig við um hugsunarhátt Bandaríkjamanna og annarra þjóða. Ef til vill er Donald Trump birtingamynd breyttra tíma.

Margt rangt kemur fram í máli höfundar, eins og til dæmis að segja að hann hafi tekið upp hanskann fyrir hvítum þjóðernissinnum, það er beinlínis ósatt. Hann sagði einfaldlega að margt gott fólk væri í andstæðum fylkingum í styttumálinum svonefnda 2017, þ.e.a.s. þá sem voru með styttubrotum og þeim sem voru á móti. Samtímis fordæmi hann kynþáttahatara. 

Donald Trump sagði orðrétt um atburðina í Charlottesville árið 2017: ,,We condemn in the strongest possible terms this egregious display of hatred, bigotry and violence, on many sides. On many sides.” Trump sagðist hafa talað við ríkisstjóra Virginíu Terry McAuliffe, og  “we agreed that the hate and the division must stop, and must stop right now. We have to come together as Americans with love for our nation and true affection — really — and I say this so strongly — true affection for each other.”

Tveimur dögum síðar, þann 14. ágúst 2017, sendir Trump frá sér yfirlýsingu frá Hvíta húsinu og vísaði til „KKK, ný-nasista, hvítra kynþáttahatara og annarra haturshópa sem viðurstyggilegir (repugnant) við allt sem okkur þykir vænt um sem Bandaríkjamenn.“

Hér má sjá myndskeið þar sem hann fordæmir kynþáttahatur: https://time.com/4899810/donald-trump-charlottesville/

Önnur vitleysa sem endurtekin er í sífellu, en það er að Trump hafi brugðist illa og seint við kórónuveirufaraldnum. Það er alfarið rangt. Það vill gleymast að Bandaríkin skiptast í 50 ríki, hvert með eiginn ríkisstjóra og þing. Þessir valdhafar eru valdamiklir um innri mál eins og heilbrigðismál. Enda hefur komið í ljós að faraldurinn hefur verið misharður eftir ríkjum enda viðbrögð ríkjanna mismunandi.

Bandaríkjastjórn sem er alríkisstjórn getur bara komið til aðstoðar ef þess er óskað og það var gert ítrekað. Hjálpin var það mikil og fljót að meira segja ríkisstjórar sem eru demókratar þökkuðu Trump sérstaklega fyrir skjót viðbrögð og er það mjög óvenjulegt í ljósi hve mikið hatur er í garð hans í röðum demókrata. Sjá má hér viðbrögð og lof ríkisstjóra New York ríkis: https://www.youtube.com/watch?v=dDFhysVM13Y og hér lof ríkisstjóra Kaliforníu: https://www.youtube.com/watch?v=Wa2Fq1IUXSY

Það er rétt að Donald Trump á stríði við fjölmiðla sem hann segir flytja falsfréttir en hann á ekki í stríði við alla fjölmiðla, aðeins þá sem eru reknir af auðkýfingum og reka hreinlega áróður gegn stjórn hans. New York Times, The Washington Post og  CNN eru þar fremst í flokki. Andstaðan er svo mikil þar að þeir virðast hafa gleymt hlutverki sínu, sem er að reka sjálfstæða og hlutlausa fjölmiðla.   90% fjölmiðla í Bandaríkjunuma var stjórnað af sex fjölmiðlasamsteypum: GE / Comcast (NBC, Universal), News Corp (Fox News, Wall Street Journal, New York Post) Disney (ABC, ESPN, Pixar), Viacom (MTV, BET, Paramount Myndir), Time Warner (CNN, HBO, Warner Bros.)

Teymi Donalds Trumps forseta höfðaði meðal annars mál gegn Washington Post fyrir meiðyrði og vitnað í tvær álitsgreinar sem birtar voru árið 2019 um kosningateymi hans sem sögð hafa notið góðs af aðstoð Rússa.  Málsóknin kom viku eftir að teymið höfðaði mál á hendur The New York Times fyrir meiðyrði í tengslum við yfirlýsingu sem bar yfirskriftina „The Real Trump-Russia Quid Pro Quo.“  Trump hefur verið gagnrýninn á eiganda The Wasington Post, Jeff Bezos, forstjóra Amazon, en skýjatölvu armur hans stefnir alríkisstjórninni vegna þess að varnarmálaráðuneytið veitti 10 milljarða dollara JEDI samning við Microsoft. Eftir höfuðinu dansa limirnir og þessi fjölmiðlar hafa ekki vílað að víkja frá eigin stefnu, í því skyni að koma höggi á sitjandi Bandaríkjaforseta.

Pistlahöfundur lætur ekki einu sinni drenginn Nick Sandmann í friði, sem vann meinyrða mál gegn CNN sem sagði að hann hafi sýnt kynþáttaníð gagnvart indíána með ögrandi framkomu, en það sannaðist fyrir dómstól að var rangt. CNN sýndi vel til klippt myndbrot sem áttu að sanna sekt hans en myndband frá öðrum aðila sýndi alla atburðarásina og í öðru ljósi. CNN þurfti að punga út milljónir dollara fyrir falsfrétt og rógburð.

Þetta segir höfundur Heimskviða um drenginn: ,,Skipuleggjendur fengu meira að segja Nick Sandmann, sem varð heimsfrægur á nokkrum klukkutímum í janúar á síðasta ári, til að tala á ráðstefnunni. Sandmann, sem þá var í menntaskóla, þessi hafði staðið ögrandi glottandi fyrir framan hóp innfæddra bandaríkjamanna sem mótmæltu fyrir framan Lincoln minnismerkið í Washington D.C. Ekki nóg með það, þá var hann með húfuna frægu á hausnum, þessa rauðu sem á stendur Make America Great Again.“ Er hér farið rétt með staðreyndir?

Svo segir pislahöfundur eftirfarnandi: ,,Og svo er annað mál, sem er ekki síður hitamál um þessar mundir, sem Repúblikanar hafa tekið einarða afstöðu gegn. Það er cancel-kúltúrinn svokallaði, eða útilokunarmenningin. Stundum er talað um að vera cancellaður, eða útlokaður, þegar einstaklingar sem hafa gerst brotlegir á einn eða annan hátt, eru teknir af dagskrá í orðsins fyllstu merkingu. Repúblikanar virðast telja Demókrata ötula baráttumenn fyrir því að fólk sé sett út af sakramentinu án dóms og laga, fyrir eitthvað sem það hefur gert eða sagt.“  Er þetta ekki rétt? Var ekki reynt að hunsa Goya matvörulínuna, bara vegna þess að forstjórinn heimsótti Bandaríkjaforseta og bar lof á hann?

Það er rétt að Demókrataflokkurinn hefur breytt um stefnu í mörgum málum undanfarið og orðið róttækur, svo mjög að Repúblikanar eru farnir að kalla flokkinn sósíalistaflokk eða róttækan vinstriflokk. Sjá má þetta í framgöngu Bernie Sanders sem sannarlega er sósíalisti en hann kallar sig óháðan en styður Demókrataflokkinn í flestum málum, ekki síst þeim sem eru róttæk og til vinstri.  Sjá má þetta einnig í framgöngu og sigurför fjórmenninganna (the squad). Fjórmenningarnir er óformlegt nafn hóps fjögurra kvenna sem kosnar voru í fulltrúadeild Bandaríkjaþings 2018, skipaðar Alexandria Ocasio-Cortez frá New York, Ilhan Omar frá Minnesota, Ayanna Pressley frá Massachusetts og Rashida Tlaib frá Michigan. Allar eru þær róttækar og hafa mikið um stefnu Demókrataflokksins að segja, svo mjög að Nancy Pelosi, sem á að heita miðjumanneskja, ræður lítið við þær.

Að lokum, hafa skal það sem sannara kann að reynast sagði sagnaritarinn forðum og svo á sannarlega við í dag um fréttaflutning. Það kann að vera að fyrirlitningin beri fjöllmiðla ofliði og þeir geti ekki setið á sér að skekkja staðreyndir, en þeir mega ekki gleyma að Donald Trump er stundarfyrirbrigði í sögunni, hann hverfur á braut fyrr eða síðar, en eftir stendur sködduð ímynd fjölmiðla sem vara mun lengi eftir.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR