Athygli vekur að RÚV birti frétt í kvöldfréttunum í gær um COVID-19 smitfaraldurinn í Bandaríkjunum og ber hann saman við mannfall í tveimur styrjöldum, Kóreu- og Víetnamstyrjöldunum. Þar kemur fram að mannfallið í heimsfaraldrinum í Bandríkjunum væri komið upp í hundrað þúsund manns og það sé meira en samanlagt mannfall í ofangreinum styrjöldunum. Ekki er minnst á að mannfallið í seinni heimsstyrjöld var um fjögur hundruð þúsund og því er mannfallið í heimsfaraldrinum fjórfalt minna.
Það er undarlegt að líka dauðföllum vegna sjúkdóms við mannfall í styrjöld. Kannski er ætlunin að koma höggi á stjórn Donalds Trumps og benda þannig á hversu illa henni gangi að ráða við útbreiðslu kórónuveiruna. Hvað um það, samanburðurinn á ekki rétt á sér enda forsendurnar ólíkar.
Í styrjöld er hægt að stýra mannfalli. Til dæmi í Víetnamstríðinu, hefðu Bandaríkjamenn getað kosið í fyrsta lagi að taka ekki þátt og í öðru lagi að draga sig fyrr úr stríðinu. Þetta er breyta sem hægt er að stjórna.
Í heimsfaraldri kórónuveirunnar eru forsendur aðrar. Hér er um nýjan sjúkdóm að ræða, engin bóluefni til né meðferð og aðstæður ekki í höndum stjórnar Donalds Trumps nema að litlu leyti. Stjórnin hefur brugðist við af krafti og gert allt sem í hennar valdi er, að hemja útbreiðslu sjúkdómsins.
En málið er ekki svo einfalt. Vegna misvísandi upplýsinga og jafnvel þöggunar kínverskra stjórnvalda, gátu stjórnvöld í heiminum ekki brugðist strax við og því náði veiran útbreiðslu. Svo er það að þótt Bandaríkjaforseti er valdamikill, þá er hann ekki með innanríkismál algjörlega á sinni könnu.
Það vill gleymast að Bandaríkin eru sambandsríki, hvert ríki er með sinn ríkisstjóra og ríkisþing. Ríkisstjórinn og ríkisþingið eru valdamiklir valdapólar og ráða í raun hver viðbrögðin verða í hverju ríki fyrir sig. Þannig hafa viðbrögðin við COVID-19 faraldurinn verið mismunandi og stundum himinn og haf sem ber á milli. Í sumum ríkjum hafa viðbrögðin verið ofsafengin og nánast öll borgaraleg réttindi afnumin, svo sem ferðafrelsi, fundarfrelsi og jafnvel málfrelsið sjálft. Önnur hafa verið mild í aðgerðum. Sjúkdómurinn hefur líka herjað mishart á ríkin.
Stjórn Donalds Trumps er alríkisstjórn. Hún setur fordæmið en ræður ekki nema að litlu leyti um framvinduna. Hér spilar líka inn í Bandaríkjaþing sem hefur fjárveitingarvaldið og önnur völd.
Ef það á að líkja kórónufaraldrinum við eitthvað, þá á að bera hann við aðra sjúkdómafaraldra. Þá er nærtækast að bera hann við faraldranna á 20. öld. Þrír heimsfaraldrar inflúensu átti sér stað á 20. öldinni: 1918, 1957 og 1968. Síðarnefndu tveir voru á tímum nútíma veirufræði og voru greindir rækilega.
1918 flensuheimsfaraldur (spænska veikin), mannfall milli 17 til 100 milljóna látnir. Þar af í Bandaríkjunum 500,000 til 850,000 látnir.
1957: Asíska inflúensan (H2N2), 1-4 milljónir látnir. Um 70,000 til 116,000 manns létust í Bandaríkjunum.
1968: Hong Kong inflúensan (H3N2). 1–4 milljónir látnir. Fjöldi dauðsfalla í Bandaríkjunum milli september 1968 og mars 1969 var 33.800, sem gerir hana að vægasta flensufaraldrinum á 20. öld.
Hvor samanburðinn er réttur?