Heimsfaraldrar með flestum dauðsföllum síðastliðin 100 ár

Áframhaldandi útbreiðsla kórónaaveirunnar hefur orðið til þess að stjórnvöld hafa gripið til harðra aðgerða til að berjast gegn heimsfaraldri, svo sem að loka heilum borgum og ferðatakmarkanir. Meira en 5.300 manns hafa látist af völdum veikindanna hingað til og nærri 145.000 aðrir hafa veikst. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti  opinberlega yfir heimsfaraldri vegna veirunnar fyrr í vikunni.

Það vekur upp spurninguna, hverjir eru nokkrar verstu heimsfaraldrarnir í nútímasögunni?

Spænska veikin: 1918

Inflúensufaraldurinn drap einhvers staðar milli 50 – 100 milljónir manna um heim allan, þar af meira en 670.000 í Bandaríkjunum. Veiran er sú banvænasta á 20. öldinni samkvæmt Centres for Disease Control and Prevention (CDC).

Áætlað er að þriðjungur jarðarbúa  hafi smitast af vírusnum. Nokkur þeirra tilvika sem fyrst fundust voru meðal hermanna í Camp Funston í Fort Riley, Kansas.

Í október 1918 eingöngu drap flensan um 195.000 Bandaríkjamenn, samkvæmt CDC. Heimsfaraldurinn lækkaði meðallífslíkur í Bandaríkjunum um meira en 12 ár.

,,Á Íslandi er talið að tæplega 500 manns hafi látist í annarri bylgju veikinnar og mestur var fjöldinn í Reykjavík, tæplega 300 manns. Dánarhlutfallið var nálægt 2,6-2,8% hér á landi, en það er áþekkt því sem gerðist meðal margra vestrænna þjóða (2-3%). Dánarhlutfallið var þó mun hærra t.d á Indlandi þar sem það var 6% og 10% í Egyptalandi og 25% á Vestur-Samóaeyjum, þar sem gera má ráð fyrir að ekkert ónæmi hafi verið til staðar meðal eyjaskeggja“,  segir á vefnum 100 Fullveldi Íslands.

HIV/AIDS

Um það bil 32 milljónir manna hafa látist af völdum HIV, ónæmisbrestsveiru og alnæmi, sem veldur ónæmisbrestsheilkennis, síðan sjúkdómurinn var fyrst uppgötvaður snemma á níunda áratugnum. Á heimsvísu hafa 75 milljónir manna smitast.

Vísindalegar framfarir hafa verið gerðar á undanförnum árum til að lengja líf smitaðra.

Svínaflensan

Svínaflensan hófst árið 2009 með inflúensuveiru sem kallast H1N1. Veiran fannst fyrst í Bandaríkjunum og breiddist fljótt út. Tilkynnt var um 61 milljón tilfella á milli apríl 2009 og apríl 2010, samkvæmt CDC. A.m.k. 12.000 Bandaríkjamenn létust.

Um heim allan dóu meira en 575.000 manns af völdum veikinnar.

Asíska flensan

Flensan hófst í Austur-Asíu árið 1957, samkvæmt CDC.

H2N2 stofninn uppgötvaðist fyrst í Singapore áður en greint var frá tilvikum í Hong Kong og að lokum um gjörvöll Bandaríkin, drap sjúkdómurinn 1,1. milljónir manna, þar af 116.000 Bandaríkjamenn.

Hong Kong flensan

Áætlað er að heimsfaraldurinn 1968 hafi drepið  1 milljón manna – 100.000 í Bandaríkjunum. Flest dauðsfalla voru meðal fólks 65 ára og eldri.

Faraldurinn var þriðji inflúensufaraldurinn sem átti sér stað á 20. öld. Veikin spratt út af vírus, kallaður H3N2, sem grunur leikur á að hafi þróast úr stofni sem olli Asíuflensunni.

Berklar

Það má bæta berklum við þessu heimsfaröldrum vegna þess hve hættulegir þeir voru framan af.  Á Wikipedia segir:

,,Berklar (áður kallaðir tæring) er lífshættulegur sjúkdómur sem smitast á milli manna í gegnum andrúmsloftið. Þeir hafa valdið fjölda dauðsfalla um allan heim.

Algengasti orsakavaldurinn eru bakteríur af tegundinni Mycobacterium tuberculosis. Fyrir hálfri öld síðan komu fram fyrstu lyfin við sjúkdómnum en áður en lyfin komu til sögunnar notaðist fólk við aðrar aðferðir til að lækna berklana.

Berklafaraldurinn stóð í hámarki á Íslandi um 1900 en þá var hann farinn að minnka í öðrum nágrannalöndum.

Dánarhlutfall berklasjúklinga á Íslandi var eitt það hæsta í Evrópu. Berklar voru algengasta dánarorsök Reykvíkinga á árunum 1911 – 1925, þeir ollu um fimmtungi allra dauðsfalla á landsvísu.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR