Hælisleitendur verða fluttir til þriðja lands

Áætlun ríkisstjórnar Danmerkur um að koma upp móttökustöð erlendis, þangað sem flogið verður með hælisleitendur frá Danmörku, er kominn skrefi nær raunveruleikanum.

Þetta gerðist þegar danska þingið í dag ræddi frumvarp um að gera löglegt að setja upp slíka móttökustöð í þriðja landi yfirleitt.

Við fyrstu umræðu eru lög ekki samþykkt eða greidd atkvæði – það gerist aðeins seinna – heldur gefur hún flokkunum tækifæri til að ræða tillöguna og segja til um hvar þeir standa í málinu.

Og nokkrir flokkar – sérstaklega borgaralegir – voru einnig stuðningsmenn hugmyndarinnar. Þetta skapar tækifæri fyrir ríkisstjórnina til að komast áfram með lögin með atkvæðum bláu flokkanna.

Eins og við var að búast var deilt um málið í umræðum á þinginu en það lítur út fyrir að málið nái fram að ganga komi það til atkvæða.

Málið er lýsandi fyrir þá stöðu sem málefni hælisleitenda eru komin í. Danskur almenningur er orðin langþreyttur á þeim vandamálum sem fylgt hafa hælisleitendum en mörg umsvifamikil glæpasamtök í landinu eru skipuð erlendu fólki sem komið hefur til landsins sem hælisleitendur. Má þar nefnda hin umsvifamiklu glæpasamtök  Loyal To Familia (LTF) en þau voru bönnuð með lögum nýlega samkvæmt heimild sem gefin er í dönsku stjórnarsránni. Þau voru aðallega skipuð erlendum karlmönnum og var foringi þeirra pakinstanskur hælisleitandi. Danskur almenningur er líka þreyttur á þeim gífurlegu útgjöldum sem málflokkurinn er farinn að kosta danska skattgreiðendur. 

Öll Norðurlöndin eru að hverfa frá þeirri hælisleitendastefnu sem mörkuð hefur verið og herða reglur, öfugt við það sem er að gerast hér á Íslandi. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins opinberaði stefnu flokksins í málefnum hælisleitenda fyrir næstu kosningar á þingi í dag en hún hljóðar upp á opin landamæri, stefnu sem önnur Norðurlönd eru að hverfa frá og segja nú að hafi verið mistök frá upphafi. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR