Grikkland, Ísrael og Kýpur gagnrýna áform Tyrkja um að senda herlið til Lýbíu

Frumvarp ríkisstjórnarinnar í Tyrklandi sem gerir kleift að senda herinn til  Líbíu markar hættulega stigmögnun í borgarastyrjöld Norður-Afríku og ógnar verulega stöðugleika á svæðinu, segir í sameiginlegri yfirlýsingu Grikklands, Ísraels og Kýpur seint á fimmtudag.

„Þessi ákvörðun felur í sér gróft brot á ályktun Sameinuðu þjóðanna, … að leggja vopnasölubann á Lýbíu og grefur alvarlega undan viðleitni alþjóðasamfélagsins til að finna friðsamlega, pólitíska lausn á átökunum í Lýbíu,“ segja Kyriakos Mitsotakis forsætisráðherra Grikklands, Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels og Nicos Anastasiades, forseti  Kýpur í sameiginlegri yfirlýsingunni.

Tyrkneska þingið samþykkti yfirgnæfandi meirihluta frumvarp sem gerir kleift að senda herlið til Lýbíu,  gjörningur sem ryður brautina fyrir frekara hernaðarsamstarfi milli Ankara og Trípólí en ólíklegt er að þeir sendi herlið á næstunni.

Samþykkt Tyrkja kemur í kjölfar þess að ríkisstjórnin í Ankara og hin alþjóðlega viðurkennda ríkisstjórn Lýbíu undir forystu forsætisráðherra Fayez al-Serraj, undirrituðu tvo aðskilda samninga í nóvember:annars vegar um öryggis- og hernaðarsamvinnu og hins vegar  um landhelgismörk í austurhluta Miðjarðarhafs, aðgerð sem reitti ríkisstjórnir Grikklands, Ísraels, Egyptalands og Kýpurs til reiðis.

Ofangreind lönd hvöttu einnig Tyrkja að forðast að senda herlið til Lýbýu, aðgerð sem myndu brjóta í bága við fullveldi Lýbíu og sjálfstæði.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR