Nú verður enn og aftur reynt að fá færeyskar þýðingar inn í Google Translate.
Ein tilraun var gerð til þess hjá Visit Faroe Islands fyrir nokkrum árum sem misheppnaðist. En í þetta sinn hefur menntamálaráðherrann beðið Jonhard Mikkelsen, stjórann á Sprotanum að reyna einu sinni við aftur.
200.000 setningar
Fæeyingarnir þurfa að þýða 200.000 setningar úr ensku á færeysku og öfugt. Þegar því markmiði er náð, eru allar líkur á að færeyskt mál bætist við tungumálasafnið á Google Translate, greinir Jonhard Mikkelsen frá.
Hann er bjartsýnn á að í þetta sinn muni tilraunin takast, því að nú er landsstjórnin á bakvið verkefnið.
Það er ekki ofsögum sagt, að örmál eins og færeyskan og íslenska eiga allt undir að þýðingarforrit taki málin upp á sína arma en einnig að önnur forrit verði á þessi tungumálum. Framtíðin liggur í sýndarveruleikanum og tölvuheimininum.
Forsíðumynd er af Jonhard Mikkelsen, KVF.