Góðar fréttir fyrir Play?

Norska flugfélagið Norwegian ætlar að fækka ferðum frá Kaupmannahöfn til Bandaríkjanna og Tælands. Þetta mun líklega gera það að verkum að flugmiðar til þessara landa hækka í verði vegna minni samkeppni. 

Sérfræðingur sem danska ríkisútvarpið ræddi við sagðist efast um að önnur flugfélög komi til með að fylla í skarðið. Ekki er þó við að búast að verðið muni rjúka upp þó að það muni hækka eitthvað.

Þessar fréttir gætu verið gott innlegg í tilraunir íslenskra aðila við að stofnsetja flugfélagið Play sem virðast eiga í nokkru basli við að sannfæra fjárfesta um að leggja Play til stofn fé.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR