Gleymdi að slökkva á hljóðnemanum eftir fjarkennslu fyrir læknanema

Eftir fjarkennslu fór prófessor við læknaháskólann í Gdansk í Póllandi í einkasamtal við tvo samstarfsmenn.

Það sem hann gleymdi var að slökkva á hljóðnemanum, þar sem nokkrir af nemendum hans heyrðu hann monta sig af því hvernig hann var með kerfi til að hafna erlendum læknanemum til að draga meira fé til deildarinnar.

Prófessorinn lýsti fyrir starfsfólki sínu, ómeðvitað um að nokkrir nemendur heyrðu í honum og tóku einnig upp samtalið, að peningarnir sem námsmennirnir sem féllu og þurftu að borga fyrir að taka námskeiðið aftur væri safnað í það sem hann kallar „sjóður“.

Prófessorarnir þrír, tveir þeirra frá öðrum háskóla í Póllandi, ræddu einnig þann vanda að allt of margir nemendur standast nú heimapróf vegna heimsfaraldurs.

Samkvæmt norsku fréttaveitinni VG mun það hafa kostað jafnvirði 20.000 norskra króna að taka námskeið – en upphæðin hefði bara átt að vera um 10.000 norskar.

Um 15 prósent nemenda við skólann eru erlendir. Flestir frá Svíþjóð, Noregi og Þýskalandi. Í samtali við fréttaveituna VG sögðu margir nemendur að þeim hefði grunað að ekki væri allt með felldu varðandi fall og endurtektarpróf. Málið hefur vakið mikla reiði í Póllandi og hafa stjórnvöld hafið rannsókn á málinu. Stjórn háskólans hefur alfarið hafnað aðild að málinu og segir á heimasíðu sinni að ekki bera að líta á málið sem dæmigerða stefnu af hálfu skólans. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR