Forseti El Salvador hefur brostið þolinmæðin gegn skipulögðum glæpahópum í landinu eftir hrinu morða. Um 50 manns voru myrtir í landinu yfir síðustu helgi.
Forsetinn, Nayib Bukele, ákvað að grípa til aðgerða í fangelsum landsins því flest morð fyrir utan fangelsin eru pöntuð eða fyrirskipuð af glæpamönnum sem sitja í fangelsi.
Forsetinn hefur því fyrirskipað að glæpamenn skuli settir margir saman í litla klefa án ljóss og án möguleika á að geta sent frá sér boð. Þeir hírast því margir saman í dimmum og þröngum klefum.
Forsetinn sendi frá sér myndband sem sýnir hvernig fangarnir hafa samband sín á milli og fullyrðir hann að á myndbandinu megi sjá glæpamenn panta morð.
Öryggismálaráðherra landsins sagði að „ekki einn sólargeisli“ komi til með að skína inn í fangaklefa glæpamannanna.