Fyrsti kóróna-sjúklingurinn lagður inn á Grænlandi

Á gamlárskvöld var einstaklingur sem smitaður var af kórónaveiru lagður inn á Dronning Ingrids sjúkrahúsið í Nuuk á Grænlandi.

Grænlenska útvarpsstöðin KNR greinir frá.

Þetta er í fyrsta skipti sem þetta gerist. Ástand sjúklings er ekki alvarlegt.

Viðkomandi hafði fengið meðferð í Danmörku vegna langvarandi veikinda og smitaðist á leiðinni.

Hann náði sér eftir meðferðina í Danmörku og ferðaðist aftur til Nuuk, en veiktist af kóróna við komuna.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR