Fyrsta geimganga bandaríkjamanns: Þráaðist við að koma aftur inn

Fyrsta geimganga bandaríkjamannsins Ed White.

Ed White  varð fyrsti bandaríski geimfarinn til að fara í geimgöngu en það var 3. júní árið 1965. 

Fræg eru orð geimfarans þegar hann þurfti að snúa aftur inn í geimfarið en hann hafði þráast nokkra stund við að snúa inn.

„Ég kem aftur inn… og það er dapurlegasta stund lífs míns,“ sagði White um talstöðina þegar leiðangursstjórinn skipaði honum að fara aftur inn í geimfarið. 

Að vanda var íslenski skopmynda teiknarinn Sigmund fljótur að grípa frásögnina og setti fram sína skoðun á því hver hin raunverulega ástæða var fyrir því að White vildi ekki aftur inn í geimfarið.

Áður hafði sovéski geimfarinn Alexei Leonov farið í geimgöngu 3. mars 1965 og var því fyrsti maðurinn til að fara í geimgöngu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR