Fyrst var fullyrt að dauður minkur smitaði ekki en nú er sagt að dauður minkur smiti

Þegar dauður minkur datt af flutningabíll á þjóðveg var engin þörf á að hafa áhyggjur af smiti að sögðu dönsk yfirvöld.

En í síðustu viku fór dauður minkur að þrýstast upp úr gröfum sínum. Dönsk yfirvöld fyrirskipuðu að allur minkur í landinu skyldi aflífaður og grafinn.  Og nú er skyndilega hætta á smiti þótt hann sé dauður, segir lögreglan.

Nú velta danskir fjölmiðlar fyrir sér hvað snýr upp og niður í þessu máli?

Fjölmiðlar hafa spurt dönsku dýralækna- og matvælastofnunina, sem viðurkennir nú að það hafi verið mistök þegar þeir sögðu að dauður minkur gæti ekki smitað.

– Það er ekki rétt að dauður minkur smiti ekki. En þeir smita ekki eins mikið og lifandi minkur, segir Henning Knudsen, hjá dönsku dýralæknis- og matvælastofnuninni.

Málið sýnir hversu yfirvöld í heiminum vita lítið ennþá um virkni veirunnar. Ýmislegt hefur verið gefið út um hvernig hún smitast og hvernig ekki. Til dæmis voru þau skilaboð gefin út í fyrstu bylgju að börn smituðust ekki eða síður af veirunni og að þau væru ekki smitberar. Á Íslandi virtust menn í upphafi telja að ferðamenn smituðu ekki eða síður vegna hegðunar þeirra hér á landi, það er að segja að þeir ættu nánast engin samskipti við Íslendinga. En nú er vitað að það átti ekki við nein rök að styðjast en núverandi smitbylgja er kennd við franska ferðamenn sem hér voru.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR