Fyrrverandi formaður flokks íslenskra auðkýfinga með reiðilestur yfir bændur, Bændablaðið og Guðna Ágústsson

Fyrrverandi formaður Viðreisnar, flokks sem oftar er kenndur við ríka fólkið á Íslandi, vandar Bændablaðinu ekki kveðjurnar í pistli í Morgunblaðinu í morgun.

Virðist hann kunna því illa að Bændablaðið fjalli um enn eitt matvælasvindlið í Evrópu. Ríka fólkið í Viðreisn eru miklir aðdáendur ESB og verða mjög súr ef einhver bendir á alla gallanna sem hrjá hið deyjandi ríkjasamband. Tekið hefur verið eftir því að flokkurinn hefur sérstakt horn í síðu íslenskra bænda og ekki fer hin háðslegi tónn á milli mála við lestur greinar fyrrverandi formansins. Telur hann greinilega að Íslendingum muni farnast betur ef við eyðum gjaldeyri í að flytja hér inn niðurgreiddar landbúnaðarafurðir frá ESB. 

Hvort þessi reiðilestur fyrrum formannsins muni ná til flokksins einhverjum atkvæðum skal ósagt látið. En það yrði þá helst frá Samfylkingunni sem líkt og Viðreisn hefur bara eitt mál á dagskrá, fyrir utan að hatast við íslenska bændur, sem er að selja Ísland í hendur ESB og væntanlega þiggja að launum vel launað starf í Brussel og má geta þess að starfsfólk ESB borgar enga skatta. Í lok pistilsins getur hann þess að tilvitnun í Guðna Ágústsson, sem hann vísar í, hafi Guðni skrifað er hann var staddur á Kanarí og er þá væntanlega að vísa til þess að Guðni sé á ESB fæði meðan hann skrifar til varnar íslenskum landbúnaði.

Yfirskrift þessa reiði pistils fyrrverandi formanns flokks ríka fólksins er „Viðskila við dómgreindina,“ og má með sanni segja að titillinn hæfi innihaldinu.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR