Furðar sig á að Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn skuli ekki mældur

Guðmundur Franklín Jónsson furðar sig á því í athugasemd á fésbókinni að Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn fá ekki að vera með í könnunum. Það er reyndar ekki nýtt að nýir flokkar fái ekki að vera með í könnunum Gallup eða MMR. Að minnsta kosti ekki fyrr en þeir neyðast til að hafa þá með. Skýringar skoðanakönnunarfyrirtækjanna hafa verið á ýmsa lund í gegnum tíðina en yfirleitt þær að nýir flokkar séu ekki mælir ef þeir eru ekki á þingi eða ekki komnir með bókstaf. Það virðist ekki vera raunin, ef stjórnmálin muna rétt, með Sósíalistaflokkinn sem könnunarfyrirtækin settu strax í mælinu og tilkynnt var um að stofnun hans væri í pípunum. Vilja ýmsir meina að það renni stoðum undir kenningar sem lengi hafa verið á lofti að Gallup og MMR mæli þá sem þeim eru þóknanlegir og reyni með því að hafa áhrif á hvert kjósendur beina sínu atkvæði.

Nú er Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn komin með bókstaf svo þessum fyrirtækjum ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði að hafa hann með í könnunum?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR