Margir ráku upp stór augu í gær við lestur leiðara Fréttablaðsins. Engum blöðum er um það að fletta að Fréttablaðið sem hingað til hefur lagt sig fram við að syngja í kór með örðum „ybbum“ þessa lands níðvísur um Donald Trump og hversu hættulegur hann er umheiminum og ómögulegur forseti, virðist nú vera farið að kirja fyrir sömu stefnu og það hefur hingað til gagnrýnt Trump fyrir. Fréttir og gott ef ekki leiðarar Fréttablaðsins hafa hingað til farið niðrandi orðum um hversu kærulaus Trump hefur verið í aðgerðum gegn kínaveirunni og útbreiðslu hennar í Bandaríkjunum.
Í leiðara blaðsins í gær föstudag er farið harla léttúðlegum orðum um þær aðgerðir hér á landi sem miðast að því að hemja útbreiðslu veirunnar hér innanlands. Gert er grín að hertum aðgerðum á landamærum en frekar mælt með því að „meðalhófs“ sé gætt, hvað sem það nú þýðir enda ekkert minnst á að þriðja bylgja veirunnar barst hingað með bjór glöðum erlendum ferðamönnum. Leiðarann má skilja sem hvatningu til þess að fara í sömu hjólför og blaðið hefur hingað til sakað Trump um að vera fastur í. Farið er léttvægum orðum og gert lítið úr dauðsföllum sem orðið hafa í Evrópu af völdum kínaveirunnar sem er sama tal og ybbarnir á íslenskum fjölmiðlum hafa sakað Trump um. Að venju lætur ybbinn sem skrifar leiðarann að þessu sinni ógetið hvaða leið er betri en sú sem nú er farin. Aðeins er kastað fram frösum um íþyngjandi aðgerðir og svo framvegis. Úr dráttur leiðarans er harla yfirlætislegur að hætti ybba: „Þríeykið er hið hæfasta fólk en rétt eins og með aðra sérfræðinga getur það villst af leið,“ segir sérfræðingurinn á Fréttablaðinu.
Myndin hér að ofan er skýrt dæmi um hversu hættuleg kínaveiran er. Á myndinni er verið að grafa fólk í almenningsgarði í Bandaríkjunum, sem látist hefur úr veirunni, í ómerktri gröf því kirkjugarðar og útfaraþjónustur höfðu ekki undan.