Framganga Heimis dæmigerð fyrir góða fólkið

Það var forvitnilegt að fylgjast með framgöngu fréttamannsins Heimis Más Péturssonar gegn öðrum frambjóðandanum til forseta í þættinum Víglínunni og kappræðuþætti Stöðvar 2 í gær fimmtudag.

En framkoma hans endurspeglar vel hegðun og hugsunarhátt góða fólksins eins og það er oft kallað, fólksins sem veit allt betur, hefur réttari skoðun en aðrir og er að eigin áliti með betra siðferði og réttsýnna en almúginn. En eins og svo oft hefur komið í ljós er þetta einmitt fólkið sem er siðblint, orðljótast og þröngsýnast. Þetta er fólkið sem talar um ofbeldislaust þjóðfélag en er sjálft tilbúið og hefur beitt ofbeldi gegn þeim sem ekki eru sammála því í skoðunum. Framganga Pírata á þingi og borgarstjórn er dæmigerð fyrir þessa lýsingu.

Þennan karakter opinberaði Heimir Már, gamli sósíalistinn og fyrrum starfsmaður (og er það kannski ennþá?) Samfylkingarinnar í þessum þáttum. Ekki þarf að fara út úr borginni til að finna annað dæmi um hóp fólks af sama sauðahúsi og fréttamaðurinn. Það er hinn sósíalíski meirihluti góða fólksins í borgarstjórn (og sumir myndu kalla fasískan). Í Ráðhúsinu þrífst eineltismenning og hefur gert lengi. Af braggamálinu má álykta að þar þrífist líka spilling, jafnvel glæpsamleg spilling þar sem fjármunir borgarbúa hafa verið misnotaðir og vinahygli er metin meira en mannréttindi. Þetta er hin sanna ásýnd góða fólksins. Annað sem góða fólkið á sameiginlegt er að flest er það ESB dýrkendur, virðist hatast við fullveldi Íslands og er vinstrisinnað.

Kannski vöknum við upp við það einn góðan veðurdag að búið er rífa styttuna af Ingólfi Arnarsyni á Arnarhóli, líkt og nú er vinsælt að gera erlendis um þessar mundir og í staðinn komin stytta af Heimi Má Péturssyni?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR