„Flóðbylgja ósanninda“ frá Vísir um Donald Trump

Lengi hefur verið vitað, þegar lesnar eru greinar frá visir.is, að sá fjölmiðill er ekki hliðhollur núverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump.  Grein eftir grein fjallar um störf hans og persónu í frekar neikvæðu ljósi.

Spyrja má sig hvers vegna fjölmiðillinn hefur tekið þennan pól og hlutdrægni?  Sjá má hluta ástæðunnar, ef litið er á fjölmiðlanna sem hann vísar í, svo sem CNN og The New York Times sem hafa hætt öllum hlutlausum fréttaflutningi og fela ekki lengur hlutdrægni sína gagnvart Donald Trump.

Fréttamennskan fyrir vestan hafs er komin niður á svo lágt plan að fjölmiðlamenn hjá vinstri fjölmiðlunum eru hættir að flytja fréttir, heldur stunda ,,ritrýni“ eða ,,gagnrýni“ á fréttaefnið sem þeir hafa í höndunum. Þeir kalla þetta ,,fact check“ en er í raun ,,leiðrétting“ á frásögnum fólks sem er í útsendingunni eða fréttinni hverju sinni.

Sjá mátti þetta hjá CNN, þegar ,,fjölmiðillinn“ rauf ítrekað útsendingu frá landsþingi Repúblikanna nú í vikunni til að staðreyndagreina (fact check) orð hvers eins og einasta Repúblikanna sem var í útsendingu. Þetta gerir CNN þegar boðskapurinn er þeim ekki að skapi.

Þetta er ekki lengur hlutlaus fréttaflutningur, heldur eins konar Podcast (hlaðvarp) eða grein viðkomandi ,,fréttamanns“ sem telur sig vera í hlutverki gagnrýnanda og telur sig ekki lengur þurfa að greina frá eða sýna atburði eins og  þeir koma fyrir. Ritskoðun samfélagsmiðla er ekki betri. Málfrelsið hefur aldrei átt meira undir högg að sækja.

Vísir er í einkaeigu og segja má að flest allir íslenskir fjölmiðlar eru í eigu auðkýfinga sem telja má á annarri hendi og reknir með daglegu tapi. Þessir fjölmiðlar eru því ekki algjörlega hlutlausir. Hlutdrægnin birtist helst í umfjöllun um íslensk málefni sem varða hagsmuni þessarra eigenda, því kemur á óvart fjandsemin gagnvart Donald Trump og stefnu hans. Nema kannski að pólitík hans, sem er hliðholl markaðskerfi, einkareknu heilbrigðiskerfi, sterkum landamærum, hömlum á straumi ólöglegra hælisleitenda o.fl. sé þeim ekki að skapi og þeir heimfæra stefnu hans yfir á íslenskar aðstæður og óttast smit til Íslands?

Sjá má hér hvenig Vísir tekur Bandaríkjaforseta ómjúkum höndum: https://www.visir.is/g/20202005559d/-flodbylgja-osanninda-i-langri-raedu-trump

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR