Flæðir um húsagötur: Mesta rigning í mörg ár

Danir glíma þessa dagana við mikil flóð vegna rigninga.  Ringt hefur í marga daga og blásið á köflum hressilega. Ár hafa flætt yfir bakka sína og margir bæir eru hreinlega á floti. Sérstaklega er ástandið slæmt á Jótlandi.

Veðurstofan hefur gefið út viðvörun um miklar rigningar í dag og að ástandið muni ekki batna. Úrkoman mun ná hámarki í nótt. 

Bæjaryfirvöld biðja þá sem eiga bíla á bílstæðum við höfnina í Esbjerg um fjarlægja þá að vegna óveðurs og rigningar í kvöld og nótt. Geri fólk það ekki mun bæjarfélagið  hefjast handa og fjarlægja þá seinni partinn í dag. 

Ferjusiglingum aflýst

Ferjusiglingum hefur verið aflýst til dæmis milli Hirtshals og Kristiansand og Larvik í Noregi. Íbúar margra bæja eru í vandræðum vegna vatnavaxta svo sem í Holsterbro og Vejle. Í Horsens hafa íbúar 11 íbúðarblokka verið gert að yfirgefa húsnæði sitt vegna flóða og útliti fyrir að þau muni aukast frekar en sjatna næstu sólarhringa.

Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn

Aðrar fréttir

Forsetar Íslands

Sveinn Björnsson Fyrsti forseti lýðveldisins, Sveinn Björnsson, var fæddur í Kaupmannahöfn 27. febrúar 1881 og lést hann 25. janúar árið 1952. Eiginkona hans var Georgia

Lesa meira »