Fjarvera forseta Íslands vegna COVID-19

Athygli hefur vakið lítill sýnileiki Guðna Th Jóhannesson, forseta Íslands, síðan faraldurinn hófst á Íslandi.  Sumir hafa furða sig á að forsetinn skuli ekki hafa ávarpað þjóðina á sunnudaginn í sjónvarpsávarpi, þegar almennt samkundubann var lagt á, sem er einstæður atburður í  sögu lýðveldisins og í raun aldrei verið gert áður síðan það var stofnað.

Forsetinn hefur þó komið með texta tilkynningar en á vef forsetaembættisins má lesa eftirfarandi:

,,Vegna nauðsynlegra ráðstafana til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19 sjúkdómnum, verður starfsemi embættis forseta Íslands takmörkuð á ýmsa vegu frá og með mánudeginum 15. mars. Væntanlega munu þær ráðstafanir vara í fjórar vikur. Fundir á vegum embættisins falla niður, fyrir utan sérstök tilvik sem verða vegin og metin hverju sinni.“

Eitt af hlutverkum forseta er að sameina þjóðina á hættu- og óvissutímum. Ef þetta er ekki einn af slíkum tíma, þá er vanséð hvenær það er.  Forsetinn verður að veita leiðsögn, sýna leiðtogahæfleika og stappa stálinu í þjóðina en eins og áður sagði, eru einstæðir atburðir sem ganga yfir þjóðina um þessar mundir. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR