Fjármálaráðherra Skotlands segir af sér eftir sms sendingu til 16 ára drengs

Fjármálaráðherra Skotlands hefur sagt af sér eftir að upp hefur komist um 270 skilaboð frá honum með sms til 16 ára drengs. Í skilaboðunum kallaði hann drengin „sætan“ og mun hann hafa boðið honum út að borða og koma með sér á rúgbýleik.

Ráðherrann, hinn 42 ára Derek Mackay, er þingmaður Skoska þjóðarflokksins. Hann hefur viðurkennt að hafa hegðað sér „heimskulega“ segir í frétt BBC um málið. Hann hefur opinberlega beðið drenginn og aðra sem hann kann að hafa misboðið afsökunar.

Hann hefur nú ákveðið að segja af sér. Afsögnin kemur rétt áður en ráðherrann átti að kynna fjárlög fyrir Skotland fyrir komandi ár. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR