Ferðamannabransinn kom kórónaveirunni aftur af stað?

Eftir nýjustu tíðindi dagsins um hertar aðgerðir vegna kórónaveirunnar hefur kastljósið beinst að ferðamannabransanum.

Sú afturför sem orðið hefur vegna nýrrar bylgju veirusmita var fyrirséð með óskiljanlegri opnun landamæra landsins sem auglýst var rækilega erlendis og átti að laða að erlenda ferðamenn. Raunin varð hinsvegar sú að fyrstir á staðinn voru hælisleitendur sem nú fylla öll sóttvarnahús og erlendir glæpamenn sem smitaðir voru af veirunni.

Listamenn foxillir út í ferðaþjónustuna og opnun landamæra

Ekki er annað að sjá en að listamenn séu nú foxillir út í ferðaþjónustuna og telja að landamærin hafi verið opnuð allt of snemma. Þetta má sjá í umfjöllun visir.is um málið og er þar vitnað í ummæli þekktra listamanna sem þeir hafa sett á netið um málið. Þar má meðal annars sjá mynd frá listamanninum Króla með yfirskriftinni „Fuck ferðamannaiðnaðurinn,“ og „All my homies hate ferðamannaiðnaðurinn.“

Óskiljanleg opnun landamæra

Það eru margir sem skildu ekki hvers vegna lá svo á að opna landamærinn upp á gátt og aflétta takmörkunum á skimun frá löndum í Evrópu sem sögð voru örugg. Eins og sjá má á umræðum á netinu er það í hugum margra óskiljanleg mistök enda öruggt að engin leið væri að koma í veg fyrir það sem nú hefur gerst.

Ferðamenn smita ekki

Enn óskiljanlegra er sú fullyrðing sóttvarnarlæknis að „Ferðamenn smita ekki.“

Eins og áður hefur komið í ljós og er núna að koma aftur í ljós er sú fullyrðing út í hött og ábyrgðarlaus. Skemmst er að minnast ferðamannsins sem lést á Húsavík af COVID-19 og smitið setti nánast allt heilbrigðisstarfsfólk úr leik ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum.

Ferðaþjónustan skýtur sig rækilega í fótinn

Ef ráðamenn hafa opnað landamærin, með svo óábyrgum hætti eins og gert hefur verið, vegna þrýsting frá ferðaþjónustunni er óhætt að segja að þar hafa menn skotið sig í fótinn og sú óábyrga aðgerð er að koma rækilega í bakið á ferðaiðnaðinum eins og ummæli og reiði listamanna sem þeir viðra nú á netinu ber með sér. Nú er fyrirsjáanlegt að ástandið muni vara lengur og magnast upp á næstu vikum og hafi einhver ferðaþjónustufyrirtæki verið komin að fótum fram þá hafa örlög þeirra endanlega verið innsigluð ásamt mörgum öðrum fyrirtækjum í veitinga- og skemmtanaiðnaði vegna þeirrar furðulegu ákvörðunar að opna landamærin allt of snemma.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR