Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi og hershöfðingi, var ekki skotmark rannsóknar FBI. Hann var hindrunin í vegi rannsakenda. Ef það er komið niður á þá grundvallar staðreynd, verður auðveldara að skilja nýjustu upplýsingar sem dómsmálaráðuneytið lagði fram í Flynn málinu á fimmtudag.
Þetta eru mikilvægustu opinberanirnar hingað til varðandi rannsókn FBI á meint tengsl Trumps við Rússland, sem er kölluðum orrahríða fellibyli máli (Crossfire hurricane).
Nýjustu upplýsingagjafirnar, í tengslum við allt sem komið hefur fram í síðustu viku, svara mikilvægustu spurningunni: Af hverju var Flynn leiddur í gildru?
Í hinu æðisgengnu pólitíska loftslagi samtímans hefði það dugað til að fá Flynn úr starfi sínu sem þjóðaröryggisráðgjafi, jafnvel til að sækja hann til saka. Á því stigi, í ljósi nýju upplýsingarnar, óvæntar eins og þær eru, dregur það aðeins fram það sem þegar var augljóst.
En af hverju gerðu þeir þetta, að leggja gildru fyrir Flynn? Það hefur verið torskilið að skilja. Það hefur verið margt sem gaf til kynna og sem bendir til að stjórn Obama gæti ekki sætt sig við Flynn sem þjóðaröryggisráðgjafa. Þáverandi ráðamenn í Hvíta húsinu og aðilar innan leyniþjónusturnar höfðu sínar ástæður til að hlakka yfir falli Flynns.
En þó að það gæti skýrt gleði þeirra yfir falli hans frá náðinni og stöðu innan ríkisstjórnar Donalds Trumps, þá hefur það aldrei verið fullnægjandi skýring á óvenjulegum ráðstöfunum sem FBI leiddi til að skipuleggja það fall.
Nýjustu upplýsingarnar sýna að æðstu leiðtogar stofnunarinnar voru að reyna að gera Flynn og Trump stjórnina eins erfitt fyrir og hægt væri og James Comey, þáverandi forstjóri FBI, var þar í fararbroddi. Í ljós hefur komið, eftir að Donald Trump rak hann úr embætti, að taugar hans liggja til Obama stjórnarinnar sem og hollusta. Meginspurningin er hvort að háttsettir embættismenn innan FBI, hafi af hollustu við fyrri valdhafa í Hvíta húsinu, ákveðið af eigið frumkvæðu að berjast gegn ríkisstjórn Trumps eða hvort samráð hafi verið við fyrri valdhafa.
Innanhússkjöl FBI, sem voru afhjúpuð á fimmtudag, gefa til kynna að Peter Strzok – sem nú er ljóst að var andstæðingur Trumps og fyrrverandi yfirmaður gagnnjósnastarfsemi FBI – fyrirskipaði að hafa rannsókn Flynn áfram opna jafnvel eftir að áætlað var að loka henni vegna skorts á svokölluðu „niðrandi“. upplýsingum. Þetta hefði ekki getað gerst nema með samþykki James Comey, forstjóra FBI.
Peter Strzok, var annar tveggja fulltrúanna sem tóku viðtöl við Flynn í Hvíta húsinu, en þeir sögðu Flynn aldrei að hann lægi undir grun og væri hugsanlegur sakborningur né kynntu honum réttindi sín, eins og venjan er í FBI rannsókn. Michael Flynn stóð í þeirri trú að hann væri á fundi að ræða meint afskipti Rússa af forsetakosningunum 2016.
Einn af minnismiðum sem hafa birst, segir beinlínis að leggja eigi gildru fyrir Flynn, þannig að hann ljúgi og þannig væri að ná tangarhaldi á honum. Nota ætti hann sem uppljóstrara gegn Trump. Michael Flynn gerðist ekki uppljóstrari, enda ekkert samsæri í gangi með Rússum, að vinna kosningarnar 2016, og hann hafði ekki frá neinu saknæmu að segja. FBI hótaði flækja son Flynns í málið og í kjölfarið ákvað hann að semja um sök sína. Hann fékk nokkra mánaða dóm en nú stefnir í að hann fái sakaruppgjöf, því að Trump hefur tekið málið upp og sagt að ef það sannaðist að sök hafi verið komið á Flynn, verði hann náðaður, ef dómari í máli hans geri það ekki.