Ekki voru margir Íslendingar á Austurvelli í dag en boðað var til mótmæla af NO BORDERS samtökunum sem margir flokka sem hryðjuverkasamtök. Mótmælin áttu að vera til að þrýsta á stjórnvöld til að flytja hundruðir eða ótiltekinn fjölda Afgana til landsins. Greinilegt er að þó margir Íslendingar hafi samúð með afgönum þá er lítill stuðningur við þá hugmynd að Íslendingar beri ábyrgð á ástandinu í Afganistan og eigi þar af leiðandi að flytja hundruðir þeirra eða þúsundir hingað til lands eða jafnvel að senda sérstaka flugvél eftir fólki til að flytja inn frá Afganistan eins og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur gefið í skyn að komi til greina.
Eftir því hefur verið tekið að fréttastofa Stöðvar2 kallaði þá Afgana sem hafa fengið ríkisborgararétt „Íslenska afgana.“ Þannig virðist stjórnmálunum hin vinstrisinnaða fréttastofa Stöðvar2 hafi fundið upp nýtt orð sem ætlað er að réttlæta rasíska aðskilnaðarstefnu í íslensku þjóðfélagi. Þannig verða íslenskir Íslendingar vonda fólkið en afganskir Afganar, pólskir Pólverjar og aðrir sem gætu talist til hælisleitenda og erlendir sem eiga um sárt að binda eigi heimtingu á að íslenskir Íslendingar noti skattpeninga til að sjá þeim farborða. Greinilegt er að hvíta góða fólkinu á Íslandi er mikið í mun að koma hér á aðskilnaðarstefnu í anda Suður-Afríku og flokka fólk eftir kynþætti. Þeirri þróun ættu allir Íslendingar að hafa áhyggjur af.