Fagna lokum heimstyrjaldarinnar seinni

Í dag fagnar Rússland lokum síðari heimsstyrjaldar fyrir þáverandi Sovétríkin.

Í ár eru 76 ár síðan stríðinu lauk.

Því fagnar Rússland í dag á hinum árlega Sigurdegi, þar sem Vladimir Pútín forseti ávarpar þúsundir hermanna á Rauða torginu í hjarta Moskvu. 

Hér er dagurinn jafnan markaður með miklum herlegheitum.

Samkvæmt ríkisfréttastofunni RIA Novosti taka yfir 12.000 hermenn þátt í skrúðgöngunni í Moskvu ásamt um 190 mismunandi herflutningabílum eins og skriðdrekum og öðrum brynvörðum ökutækjum. Einnig verða 76 orrustuþotur og þyrlur í loftinu við hátíðarhöldin.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR