Það er mikil umræða í Færeyjum um herskyldu eftir að Danski þjóðarflokkurinn hefur aftur lagt fram ályktun um að Færeyingar og Grænlendingar verði að gegna herþjónustu á jafnréttisgrundvelli eins og aðrir Danir.
Lögmaður Færeyja, Bárður á Steig Nielsen frá Samband-flokknum, hefur talið nauðsynlegt að gefa út fréttatilkynningu þar sem fram kemur að Færeyingum hafi aldrei verið skylt að gegna herþjónustu og muni ekki gera það í framtíðinni.
“Sú staðreynd að einn danskur stjórnarandstöðuflokkur gerir tillögu um að breyta reglunum á þessu sviði þýðir ekki að danska ríkisstjórnin muni verða við þeirri ósk.“
Høgni Hoydal, formaður Tjóðveldi sem stefnir að sjálfstæði frá Danmörku, segir að aðeins færeyingar en ekki dönsk stjórnvöld taki ákvarðanir í hernaðarmálum í Færeyjum. Danmörk hefur ítrekað tekið ákvarðanir án þess að spyrja Færeyinga. Danir hafa sent hermenn til Íraks og Afganistan og það er þeirra mál. Danski varnarmálaráðherrann, Trine Bramsen, jafnaðarmannaflokknum, hefur einnig nýlega minnst á möguleikann á því að endurreisa ratsjárstöðina í Færeyjum.„Færeyingar hafa ekkert með danska herinn að gera. Lögþingið hefur ítrekað mótmælt hernaðarútþenslu í Færeyjum en Danir hafa engu að síður tekið ákvarðanir um mál okkar Færeyinga,“ segir Høgni Hoydal.