Eyvindur og Jóhannes taldir hæfastir í embætti dómenda við Endurupptökudóm

Embætti dómenda við Endurupptökudóm voru auglýst laus til umsóknar í september 2020 og hefur dómnefnd um hæfi umsækjenda komist að niðurstöðu og skilað umsögn.

Hæfastir þeira 17 umsækjenda um embættin telur nefndin vera þá Eyvind G. Gunnarsson og Jóhannes Karl Sveinsson.

Á eftir þeim komi, jafn settir, Árni Vilhjálmsson, Eiríkur Elís Þorláksson, Reimar Pétursson og Stefán Geir Þórisson. Þessir fjórir séu því hæfastir til að gegna embætti varadómenda við Endurupptökudóm.

Dómnefndina skipuðu: Helgi I. Jónsson, formaður, Ari Karlsson, Halldór Halldórsson, Óskar Sigurðsson og Skúli Magnússon.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR