Evrópa: 400.000 dauðsföll vegna kínaveirunnar

Yfir 400.000 manns hafa látist af völdum kínaveirunnar frá því að faraldurinn hófst fyrr á þessu ári. Þetta kemur fram í umfjöllun fréttastofunnar AFP á grundvelli talna frá heilbrigðisyfirvöldum einstakra landa.

Bara í þessari viku hafa 36.147 evrópskir kóróna-smitaðir týnt lífi. Þetta er hæsta tala til þessa í einni viku í Evrópu.

Bretland er, það land í Evrópu sem hefur skráð flest dauðsföll. Þar hafa 57.551 manns látist af völdum kórónu.

Á Ítalíu eru 53.667 látnir vegna kínaveirunnar en Frakkland hefur til þessa skráð samtals 51.914 látna vegna veirunnar.

Fyrir utan Suður-Ameríku er Evrópa það meginland þar sem flestir hafa dáið meðal þeirra sem smitast af kóróna almennt.

MEST LESIÐ

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on telegram

AÐRAR FRÉTTIR