Fyrrum yfirmaður Seðlabanka Evrópu, Mario Draghi, hefur svarið embættiseið í embætti næsta forsætisráðherra Ítalíu. Ekki eru allir sáttir við valdatöku nýja forsætisráðherrans og talað er um að framkvæmdastjórn ESB hafi skikkað Ítali til að setja hann í embættið.
Draghi setti saman einingarstjórn helstu stjórnmálaflokka í kjölfar hruns fyrri stjórnar í síðasta mánuði.
Síðasta stjórn sprakk eftir að flokkarnir sem mynduðu hana gátu ekki komð sér saman um hvernig ætti að nota styrktarsjóð ESB gegn kórónaveirunni.
Ítalía glímir enn við heimsfaraldurinn og stendur einnig frammi fyrir verstu efnahagskreppu í áratugi.
Landið hefur skráð meira en 93.000 látna, sem er sjötta hæsta tala látinna í heiminum.