ESB krefst þess að Bretar endurskrifi nýtt Brexit frumvarp og hótar málshöfðun þegar spenna magnast

Evrópusambandið krafðist á fimmtudag að Bretland endurskrifaði strax nýtt Brexit frumvarp sem myndi breyta hlutum skilnaðarsamnings sem það undirritaði við ESB í fyrra.

Maros Sefcovic, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hitti Michael Gove yfirmann stjórnarráðsskrifstofu Bretlands vegna kreppuviðræðna eftir að stjórnvöld í Bretlandi lögðu til nýtt frumvarp til laga um innri markaðinn, sem gerir ráðherrum kleift að „afþakka“ ákveðnar reglur sem tengjast Norður-Írlandi sem samþykkt var í afturköllunarsamningi í fyrra.

Bretland yfirgaf formlega sambandið í janúar, eftir að hafa náð samningi við embættismenn ESB og hefur verið á aðlögunartímabili allt árið 2020 og á meðan hefur verið reynt að koma á fríverslunarsamning milli þessara aðila.

Stjórnvöld í Bretlandi hafa lýst yfir gremju sinni vegna hreyfingarleysisins og í vikunni sagði Boris Johnson forsætisráðherra að Bretland myndi slíta viðræðum ef ekki yrði komið á samkomulag um miðjan október.

Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn

Aðrar fréttir

Donald Trump Nóbelsverðlaunahafi?

Trump forseti hefur verið útnefndur til friðarverðlauna Nóbels tvisvar undanfarna viku. Miðlun hans á friðarsamningum milli Ísrael og Sameinuðu arabísku furstadæmanna og friðarsamnings Serbíu og

Lesa meira »

Er Viðreisn að klofna?

Hvað gengur á innan Viðreisnar? Ætlaði Þorgerður að stela flokknum frá stofnandanum? Fróðlegt hefur verið að fylgjast með nýjustu hræringum í auðkýfingaflokknum sem kallast Viðreisn.

Lesa meira »