Evrópusambandið krafðist á fimmtudag að Bretland endurskrifaði strax nýtt Brexit frumvarp sem myndi breyta hlutum skilnaðarsamnings sem það undirritaði við ESB í fyrra.
Maros Sefcovic, varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hitti Michael Gove yfirmann stjórnarráðsskrifstofu Bretlands vegna kreppuviðræðna eftir að stjórnvöld í Bretlandi lögðu til nýtt frumvarp til laga um innri markaðinn, sem gerir ráðherrum kleift að „afþakka“ ákveðnar reglur sem tengjast Norður-Írlandi sem samþykkt var í afturköllunarsamningi í fyrra.
Bretland yfirgaf formlega sambandið í janúar, eftir að hafa náð samningi við embættismenn ESB og hefur verið á aðlögunartímabili allt árið 2020 og á meðan hefur verið reynt að koma á fríverslunarsamning milli þessara aðila.
Stjórnvöld í Bretlandi hafa lýst yfir gremju sinni vegna hreyfingarleysisins og í vikunni sagði Boris Johnson forsætisráðherra að Bretland myndi slíta viðræðum ef ekki yrði komið á samkomulag um miðjan október.