Samgönguráðherra Danmerkur, Benny Engelbrecht, segir að allir sem ferðast með flugvél til danskra flugvalla verði að leggja fram neikvætt kórónapróf. Sú regla gildir frá og með morgundeginum kl. 17. Flugfélögum er falið að sjá til þess að allir farþegar fari í nýtt neikvætt próf ef þeir fara til Danmerkur. Skyndipróf á einnig við en án prófs er möguleiki á sekt eða fangelsi. Reglan á einnig við um danska ríkisborgara. Danska ríkisútvarpið greinir frá.
Ertu að fara til Danmerkur? Þá verður þú að hafa meðferðis neikvætt kórónapróf frá og með morgundeginum
- January 8, 2021
- 6:09 pm
- Erlent, Fréttir