Er Kim lifandi eða látinn?

Hvarf Kim Jong-Un af opinberum vettvangi hefur vakið athygli á Vesturlöndum. Nýlega komu leyniþjónustur auga á, í gegnum gervihnetti, einkalest einræðisherrans þar sem hún stóð á lestarstöð sem staðsett er við lúxus sumarleyfisstað hans í bænum Wonsan. Sumarleyfisstaður einræðisherrans er rausnarlega útbúinn. Þar er meðal annars sex gestahús, aðgerðastjórnstöð, einkahöfn og hestabúgarður. Hvað það þýðir að lestin sé á þessum stað reyna menn nú að ráða í.

Orðrómur hefur verið um að einræðisherrann sé látinn eða í „felum“ fyrir kórónaveirunni. 

Eitt er ljóst að einræðisherran hefur ekki sést í opinberum athöfnum sem öllu jafna væri eðlilegt að hann léti sjá sig á. Þar má nefna atburð sem hann hefur aldrei látið sig vanta á sem er opinber fagnaðarlæti vegna afmælis afa hans Kim Il Sung þann 15. apríl. Afmælishátíðin er skilgreind af stjórnvöldum sem „merkilegasti atburður ársins.“ Hann var ekki heldur sjáanlegur þegar haldið var uppá 88 ára afmæli hersins.

Í lífshættu eftir uppskurð?

CNN segist hafa heimild fyrir því að leiðtoginn berjist fyrir lífi sínu eftir hjartauppskurð. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu hafa birt fréttir af meintu andláti einræðisherrans og enn aðrir hafa fullyrt að einræðisherrann sé í „felum“ af hræðslu við kórónaveiruna.

Stjórnmálaskýrendur telja að systir Kim Jong-Un muni taka við völdum sé einræðisherrann látinn. Hún heitir Kim Yo-Jong.

Trump stjórnin segir Kim við góða heilsu

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur sagt að Trump stjórnin fylgist mjög vel með ástandinu í Norður-Kóreu og á þar við fréttir af heilsu Kim. Trump sjálfur hefur sagt að fréttir um veikindi Kim Jong-Un séu falsfréttir búnar til af fréttastöðinni CNN og að einræðisherrann sé við góða heilsu eftir því sem bandarískar greiningarstofnanir hafi tjá honum.   

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR