Engn ný dauðsföll í Kína af völdum veirunnar síðustu 24 klukkustundir

Í fyrsta skipti frá því kínversk yfirvöld tóku að gefa upp tölur um láta á hverjum degi þá er ekkert að gefa upp í dag, það hafa engin dauðsföll orðið í dag.

Það sem meira er að nú virðast öll ný smit finnast hjá fólki sem er að koma til landsins.

Áhyggjur yfirvalda eru helstar núna vegna hugsanlegs nýs faraldurs sem gæti skapast vegna smita ferðamanna sem eru að koma til landsins eða annarra utanaðkomandi aðila. 

Vel er fylgst með fólki sem kemur til landsins og er það allt skimað. Flugvélar sem lenda á kínverskum flugvöllum mega ekki vera meira en 75% fullar.

Á miðvikudag verður fólki í fyrsta skipti leyft að fara frá Wuhan, borginni þar sem faraldurinn skaut sér fyrst niður í Kína. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR