Engir gestir leyfðir á einkaheimilum: London herðir aðgerðir

Í London verða hertar takmarkanir teknar upp frá og með laugardeginum til að hægja á aukinni útbreiðslu kórónaveirunnar í höfuðborg Bretlands.

Þetta kom fram í máli breska heilbrigðisráðherrans, Matt Hancock, á þingfundi síðdegis á fimmtudag.

Takmarkanirnar munu meðal annars þýða að frá laugardegi verður bannað að hitta fólk frá öðrum heimilum innandyra. Þannig að nágrannar mega ekki hittast innandyra. Bannið gildir bæði á einkaheimilum og á krám.

Núverandi viðbúnaðarstig í London er „miðlungs“. Það verður hækkað í „hátt“ frá laugardeginum, sagði ráðherrann.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR