Ekki áhugi hjá norskum stjórnmálaflokkum að fá ISIS kvendi „heim“

Samkvæmt könnun sem NRK gerði meðal norskra stjórnmálaflokka þá er ekki líklegt að ný stjórn sem gæti hugsanlega tekið við stjórnartaumum eftir kosningar í haust, ef miðað er við skoðanakannanir,  vilji beita sér fyrir því að ISIS kvendi sem er í fangabúðum Kúrda eftir borgarastyrjöldina í Sýrlandi verði flutt til Noregs eins og þær gera kröfu um. Samkvæmt frétt NRK eru það helst vinstri smá flokkar og góða fólkið í þeim flokkum sem vilja að náð sé í konurnar og þær fluttar til Noregs. 

Meira að segja systurflokkur hinnar íslensku Samfylkingar segir þvert nei við því að fá ISIS kvendin „heim“ eins og það er kallað en þessar konur eru norskir ríkisborgarar eftir að hafa komið til Noregs sem hælisleitendur. Þessar konur fengu landvist í Noregi á þeim forsendum að líf þeirra væri í hættu í Sýrlandi en það virðist ekki hafa stoppað þær í að fara aftur og hætta lífi sínu á vígvellinum í því landi sem þær flúðu frá af ótta um líf sitt. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR