Efling boðar til samstöðu- og baráttufundar í Iðnó: Hvetja fólk til að koma með börnin

Verkalýðsfélagið Efling hefur boðað til samstöðu fundar í dag, mánudag 17. febrúar, í Iðnó, segir í fréttatilkynningu frá félaginu.

Fundurinn hefst kl. 13 og stendur til klukkan 14. 

Í fundarboðun er fólk hvatt til að koma með börnin á fundinn. 

„Þú sem foreldri og átt barn/börn á leik – grunnskóla aldri. Þau sem vinna á leik – grunnskólum borgarinnar þurfa á stuðningi ykkar að halda. 
Áttu foreldra, ömmu eða afa sem þurfa aðstoð, umönnun eða stuðning á að halda?

Við viljum eindregið leggja til að þið mætið með börnin ykkar á baráttufundinn í Iðnó,“ segir í fundarboðum Eflingar. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR