Eastwood hættir stuðningi við Trump og vill Bloomberg sem forseta

Hinn þekkti leikari og leikstjóri Clint Eastwood hefur hætt stuðningi sínum við Donald Trump forseta. 

Í staðin er hann nú farin að styðja Michael Bloomberg og hvetur fólk til að kjós hann í nóvember þegar nýr forseti verður kosinn.

Þetta staðfesti Eastwood í viðtali við The Wall Street Journal.

„Það besta sem við getum gert er að velja Bloomberg,“ segir Hollywood stjarnan í viðtalinu.

Hann segist þó virða margt sem Trump hefur áorkað á kjörtímabili sínu. En hann segist ekki líka hvernig Trump notar tístin til að uppnefna fólk.

Var sjálfur í stjórnmálum

Eastwood var sjálfur í stjórnmálum hér áður fyrr. Hann var borgarstjóri í borginni Carmel í Kaliforníu á árunum 1986 til 1988. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR