Enn og aftur eru árásir á sitjandi forseta hafnar en nú er hann sakaður um að vanvirðia fallna hermenn. Ritstjóri tímaritsins The Atlantic skrifaði grein sem hefur vakið mikla athygli en þar hefur hann eftir heimildarmönnum sínum sem standa Trump nærri að forsetinn hafi engan skilning á hvers vegna bandarískir hermenn hafi boðið sig fram til herþjónustu sjálfviljugir og lýst fyrirlitningu sinni á þeim sem hafa fallið, særst eða verið teknir höndum.
Ótal ásakanir hafa verið bornar á forsetann og hann sakaður um allt frá landráði til vanvirðingar við alls konar hópa. Hann kallaður kynþáttahatari og öll þau nöfn sem hægt er að finna. Alltaf hafa ásakanirnar reynst á sandi reistar og beinlínis lygi.
Fyrsta regla þegar menn eru metnir, er að skoða hvað þeir hafa gert, ekki hvað þeir hugsanlega hafa hugsað eða sagt. Verkin tala eins og sagt er.
Trump hefur ítrekað sýnt í verki hug sinn til Bandaríkjahers. Hann hefur hlúð sérstaklega að uppgjafarhermenn og mætt sérstaklega til að taka á móti föllnum hermönnum í forsetatíð sína og hringt í eða hitt ættingja þeirra. Hann mætir í minningarathafnir, en það er sérstakur dagur í Bandaríkjunum sem er sérstaklega haldinn til heiðurs fallna hermenn og hann hefur alltaf mætt og talað fallega um látna hermenn.
Það er hins vegar rétt að hann talaði illa um John McCain, öldungadeildarþingmaður repúblikana og fangavist hans í Víetnam en hann notaði það gegn honum, enda svarnir óvinir. Það er persónuleg óvild, ekki pólitík.
Er þetta ekki bara enn ein árásin og falsfréttin til að koma höggi á forsetann, rétt fyrir kosningar? Þess má geta að stuðningur hermanna og lögreglumanna við Trump er meðal þess mesta sem mælis meðal starfstétta í Bandaríkjunum. Trump hefur neitað öllu slíku og segir að þetta sé nýjasta falsfréttin.