Demókratar vilja afnema kjörmannaráðið (Electoral College)

Hvað er kjörmannaráðskerfi? Wikipedia hefur þetta að segja: ,,Kjörmannaráð (e. Electoral College) hefur það eiginlega hlutverk að kjósa um það hver verður forseti Bandaríkjanna á fjögurra ára fresti. Í þessu kjörmannaráði sitja 538 manns og er það samanlagður fjöldi allra þingmanna og öldungadeildaþingmanna ríkjanna 50. Þeir eiga, strangt til getið að kjósa eftir vilja síns ríkis sem fram kemur í kosningum þriðjudaginn eftir fyrsta mánudaginn í nóvember fjórða hvert ár. Þetta gerir það að verkum að forseti Bandaríkjanna er ekki kosinn í beinni kosningu heldur er ætlunin sú að þessir kjörmenn endurspegli vilja þjóðarinnar þegar að það kemur að því að kjósa forsetann í raun og veru. Þessi kosning fer fram fyrsta mánudaginn eftir annan miðvikudaginn í desember eftir almenningskosningarnar. Þá hittast kjörmenn hvers fylkis og kasta atkvæði sínu um það hver skal verða forseti og hver verður varaforseti Bandaríkjanna. Til þess að verða forseti verður frambjóðandinn að hljóta 270 af 538 atkvæðum og getur það gerst, og hefur það gerst a.m.k. 4 sinnum í sögunni, að sá sem vinnur vinsældarkosninguna tapar hinni raunverulegu kosningu. Það er reyndar um 5% líkur á því að vinsælli frambjóðandinn tapi hinni raunverulegu kosningu og gerðist það síðast árið 2016 þegar að Donald Trump sigraði Hillary Clinton þrátt fyrir að Clinton hefði hlotið um þremur milljónum fleiri atkvæði. Eftir að kjörmenn hafa allir kosið og báðar þingdeildir hafa talið atkvæðin er forsetinn svarinn í embætti þann 20. janúar árið eftir.“

Gagnrýnendur hins umdeilda kjörmannakerfis, sem eru nær eingöngu Demókratar, telja að með afnámi þess, muni þeir vinna allar kosningar í framtíðinni. Þeir sjá þó ekki helsta kost þess, sem er ein af grundvallar dyggðum þess: Að berja niður hættulegt stjórnarfar sem leiðir til sundrungu landsins. Talsmenn þess að skipta út þessa „18. aldar fyrirbrigðis“ fyrir beinni þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem meirihluti kjósenda ræður, gera ráð fyrir því að núverandi tveggja flokka kerfi yrði áfram ósnortið og að frambjóðandinn með flest atkvæði – í stað kjörmannakerfisins – myndi vinna Hvíta húsið. Þannig ganga hlutirnir fyrir sig í öðrum kjörnum embættum í Bandaríkjunum og af hverju ekki líka í forsetakosningum?

En grundvallarskipan tveggja flokka kerfis sem er tekið er sem sjálfsagður hlutur er aðeins til vegna kjörmannakerfisins. Til að vinna forsetaembættið þarf frambjóðandi að höfða til fólks um allt land. Samstaða á landsvísu er nauðsynleg til að fá meirihluta í kjörmannakerfinu. Þröngir sérhagsmunir munu einfaldlega ekki ná fram að ganga. Þess vegna eru flokkarnir tveir safn margra ólíkra hagsmuna og bakgrunns fólks sem endurspegla eðli þessarar þjóðar sem eru borgarar sem hafa komið frá öllum heimshornum og endurspegla fjölbreyttan menningu og trú. Þess vegna eru stuðningsmenn Demókrata- og Repúblikanaflokksins  ólíkir og í stöðugu stríði. Kjósendur Repúblikönum í norðausturríkjunum til dæmis hafa tilhneigingu til að leggja áherslu á efnahagsmál eins og lága skatta, en eru stoppaðir af félagslega sinnuðum íhaldsmönnum.

Kerfið leggur áherslu á miðlun mála. Jú, frambjóðendur geta beitt sér fyrir djörfum breytingum, en þeir verða að gera það með þeim hætti sem ekki gera hægfara meðlimi flokks síns fráhverfa, svo ekki sé minnst á óháða kjósendur. Róttæk hugmynd gengur venjulega í gegnum það sem kalla mætti ,,marineringuferli“, en á þeim tíma venjast menn hugmyndinni og jafnvel þá hafa róttækustu hugmyndirnar verið útvatnaðar frá upprunulegu hugmynd.

Almennt tilhneyging kjörmannakerfisins til að slétta út grófa og mögulega hættulega brún þjóðpólitíkunnar hefur gert Bandaríkjamönnum í rúmar tvær aldir kleift að ræða og leysa jafnvel erfiðustu deilur án þess að rífa í sundur landið og skilja eftir sár sem geta orðið erfið viðureignar fyrir komandi kynslóðir. Undantekningin var auðvitað spurning um þrælahald. Annars hefur tilhneigingin verið að stefna í átt að hófsemi.

Á sama hátt, vegna þess að frambjóðendur þurfa að fara í herferðir á landsvísu til að vinna, neyðir kjörmannaráðið þessa keppinauta til að kynnast staðbundnum og svæðisbundnum málum sem þeir gætu annars gleymt, einkum í baráttu ríkjum. Núverandi fyrirkomulag gerir meira til að veita minnihlutahópum rödd, en stuðninginn þeirra gæti skipt sköpum í lykilríkjum.

Bein vinsældar kosning forseta myndi eyða þessu pólitíska vistkerfi sem hentar Ameríku sérstaklega.  Einstaklingar og sérhagsmunasamtök myndu annars stöðugt stofna sína eigin flokka. Ólíkt því tveggja flokks kerfi sem kjörmannaráðkerfið hlúir að í dag, væru fjölmargir frambjóðendur sem keppa í þjóðarkjöri.

Demókratar hata kjörmannaráðskerfið, vegna þess að bæði í kosningunum 2000 og 2016 töpuðu þeir Hvíta húsinu þó að frambjóðendur þeirra fengu fleiri atkvæði á landsvísu en andstæðingar þeirra í Repúblikana flokknum. Þessi hugsun hunsar þá staðreynd að ef kjörmannaráðið hefði ekki verið til á meðan á þessari kosningabaráttu stóð, hefðu frambjóðendurnir staðið með allt öðrum hætti að í kosningaherferðum sínum. Donald Trump, til dæmis, hefði ekki tekið dýrmætan tíma nálægt lokum herferðarinnar til að heimsækja Maine í von um að fá atkvæði kjörmanna þar.

Stofnendur Bandaríkjanna með stjórnarskrá landsins, vildu ekki stofna til lýðræðis, þar sem einfaldur meirihluti landsmanna réðu ferðinni, með hreinan meirihluta. Þeir vildu ekki alræði meirihlutans. Þeir lærðu af sögunni að hreint lýðræði virkar ekki, því að meirihlutinn í slíku kerfi getur kúgað minnihlutan til hlýðnis. Með öðrum orðum geta 51% kjósenda kúgað hin 49% til einhvers sem leiðir svo til sundrungar eða jafnvel borgarastyrjaldar. Kerfið með öðrum orðum hvetur til bandalaga  og kosningabaráttu á landsvísu og engin landshluti er skilinn eftir.

Þess vegna var ákveðið að skipta ríkisvaldinu í þrennt, löggjafar-, dóms- og framkvæmdarvald.  En einnig að hvert ríki hafi tvo fulltrúa í Öldungadeild Bandaríkjaþings, burtséð frá íbúafjölda hvers ríkis en einnig, til endurspegla íbúafjölda hvers ríkis, mismunandi fjölda fulltrúa í Fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Til saman, viðhalda þessar deildir valdajafnvæginu en þarna spilar forseti Bandaríkjanna stóra rullu, enda valdamikill maður og er hann í raun ,,forsætisráðherra“ og oddviti ríkisstjórnar eða alríkisstjórnar landsins. Hann er aftur á móti valinn eftir kosningakerfi – kjörmannaráðið – sem á að endurspegla vilja allra landsmanna og landsins í heild. Hvað er svo slæmt við slíkt fyrirkomulag?

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR