Danskir foreldrar ósáttir:„Börnin okkar eru ekki rannsóknarkanínur!“

Undirskriftalista gegn áætlun ríkisstjórnar Danmerkur um að byrja á því að opna leikskóla og yngstubekki grunnskóla hefur verið hurndið af stað. Margir foreldrar eru ósáttir og mjög tortryggnir á að börn þeirra skuli gerðir „að fótgönguliðum í fremstu víglínu“ í baráttunni gegn útbreiðslu veirunnar, eins og haft er eftir foreldrum í dönskum fjölmiðlum í dag. „Börnin okkar eru ekki rannsóknarkanínur,“ segja foreldrar sem standa fyrir undirskriftalistanum.

Bent er á að þó að börn virðast síður verða veik fái þau smit þá séu þau eftir sem áður smitberar. Líkt og hér á Íslandi telja sóttvarnaryfirvöld sig fullviss um það að börn séu síður smitberar og því sé óhætt að opna daggæsluna fyrst. 

Yfirvöld hafa reynt að friða áhyggjufulla foreldra með þeim rökum að börnin verði mikið úti við og að gott bil verði á milli þeirra í leikskólanum og grunnskólanum. En áætlunin hefur vakið áhyggjur og ótta hjá bæði kennurum og foreldrum. En foreldrar hafa ekki síður áhyggjur af því ef starfsmaður leikskóla sem kemur til vinnu er smitaður og barnið beri síðan smitið inn á heimilið.

En yfirvöld gefa sig ekki og halda fast í þau rök að „börn smitist sjaldan af kórónaveirunni og ef þau smitist þá verði þau sjaldan mjög veik,“ segir Kåre Mølbak yfirmaður hjá sóttvarnadeild landslæknis.

„Ferðamenn smita ekki“

Margir Íslendingar voru mjög ósáttir við þau rök sóttvarnalæknis að ekki væri nauðsynlegt að loka fyrir komur ferðamanna hingað til lands vegna hugsanlegra kórónuveirusmita. Rökin voru þau að erlendir ferðamenn smituðu ekki því þeir væru í „allt öðruvísi“ samskiptum við Íslendinga en Íslendingar sjálfir innbyrðis. Því fengu ferðamenn að fara óáreittir í ferðum sínum um landið. Það endaði þannig að erlendur ferðamaður var fluttur á sjúkrahúsið á Húsavík þar sem hann lést vegna kórónuveirusmits og afleiðingarnar fyrir sjúkrahúsið og bæjarfélagið voru víðtækar. Þó ýmislegt sé nú meira vitað um hegðun veirunnar þá virðast vísindamenn og ráðgjafar hins opinbera oft ekki vita nógu mikið og það skynjar almenningur víðast hvar og er tortryggni foreldra í Danmörku við fyrstu aðgerðum stjórnarinnar eflaust hluti af þeirri tortryggni. Fullyrðingin „börn smita ekki“ hljómar ekki traustvekjandi út frá almennri skynsemi frekar en fullyrðingin „Ferðamenn smita ekki.“

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR