Þrír ungir menn hafa verið dæmdir af dómstólnum í Næstved í fangelsi fyrir að taka þátt í og hvetja til ofbeldis gagnvart lögreglunni í tengslum við mótmæli samtakanna Stram Krus í Motalavej í Korsør 16. maí á þessu ári. Samtökin Stram Kurs er þekkt fyrir kóran brennur bæði í Danmörku og Svíþjóð. Hinir dæmu er innflytjendur og hælisleitendur frá Miðausturlöndum.
Tvítugur karlmaður var dæmdur í níu mánaða fangelsi og vísað úr landi með endurkomubanni í sex ár.
Fimmtán ára drengur hlaut hálfs árs fangelsi, þar af voru fjórir mánuðir skilorðsbundnir, en 16 ára gamall fangelsi í hálft ár.
15 ára drengur og tvítugur áfrýjuðu á staðnum dómum sínum til Eystri Landsréttar, en 16 ára unglingur íhugar hvort hann muni áfrýja dómnum.
Leiðtogi Stram Kurs er maður að nafni Rasmus Paludan og er hann mjög umdeildur fyrir aðgerðir sem samtök hans hafa staðið fyrir, svo sem kóran brennur, í hverfum múslíma í Danmörku og Svíþjóð.