Danir minnast óveðurs fyrir 20 árum

Það eru fleiri sem eru uppteknir af óveðursfréttum en Íslendingar þessa dagana. Danir minntust óveðurs sem gekk yfir Danmörku fyrir 20 árum síðan. Þann 3. desember 1999 skall á óveður, stormur, sem er sá versti sem hefur gengið yfir Danmörku á síðari tímum. Óveðrið var svo magnað að margir Danir vita nákvæmlega hvar þeir voru og hvað þeir voru að gera þegar óveðrið skall á.

Slíkar minningar eru þekktar í sögunni í tengslum við það þegar fólk og heilu þjóðfélögin verða fyrir skelfilegu áfalli. Til samanburðar má geta að mjög margir muna vel hvar þeir voru staddir þegar Kennedy var myrtur eða þegar Olaf Palme var myrtur eða þegar hryðjuverkamenn réðust á tvíburaturnanna í New York.

Veðrið olli margra milljarða tjóni í (dönskum krónum) og varð sjö manneskjum að bana. 

Á myndinni sem fylgir eru þáttagerðarmenn danska ríkissjónvarpsins að sýna hversu sterkur vindurinn var þennan dag. Bæði menn og munir tókust á loft.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR