Dani fær gervihjarta

Gervihjarta hefur verið grætt í danskan mann og viðkomandi er fyrsti Daninn til að fá gervihjarta. Aðgerðin var framkvæmd á hjartadeild Ríkisspítalans og stóð í sex klukkutíma. Hún gekk mjög vel að sögn Finn Gustafsson yfirlæknis og hjartaþeganum líður vel.

Aðgerðin er talin markaþátta skil í meðferð hjartasjúklinga. Um er að ræða fyrsta algjörlega sjálvirka gervihjartað sem þróað hefur verið í Airbus-verksmiðjunum í Frakklandi og getur eins og venjulegt hjarta pumpað fimm lítum af blóði til líkamans á mínútu og slær allt upp í 40 milljónir slaga á ári. „Maður kemur ekki til með að spila fótbolta eða ískokký með svona hjarta en maður getur gengið eða hjólað með það,“ segir Gustafsson.

Eins og er reikna menn ekki með að hjartað sé endanleg framtíðarlausn en það dugar vel til þess að halda fólki á lífi sem er að bíða eftir alvöru hjarta.

En öllu fylgir áhætta og ef koma um tæknivandamál eða rafhlöðurnar klikka mun sjúklingurinn látist samstundis.

Gustafsson ítrekar að eins og standi eru væntinar lækna aðallega þær að hægt sé að nota hjartað til að framlengja líf fólks sem bíður eftir hjartaígræðsu en hann telur að gervihjartað sé stór áfangi og þróun þess muni á endanum líklega skila mönnum gervihjarta sem endist jafn vel í mönnum og alvöru hjarta. 

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR