Danfoss lokar verksmiðju í Danmörku og flytur til Póllands

Danfoss verksmiðjurnar hafa tilkynnt að fyrirtækið ætli að loka verksmiðju sinni í Kolding og flytja hana til Póllands af samkeppnis ástæðum segir fyrirtækið í tilkynningu. Við lokunina tapast 335 störf í Kolding.

Eins og áður segir er þetta gert af samkeppnis ástæðum en fyrirtækið telur starfsemina ekki bera sig í Danmörku en verksmiðjan í Kolding framleiddi aðallega hluti í kæla og -loftkælingar.

Yfirmenn Danfoss lofa því að starfsmenn fái ríkan aðlögunartíma og að fyrirtækið muni gera allt sem það geti til að hjálpa þeim að finna annað starf eða finna því stað í annarri starfsemi fyrirtækisins í Danmörku.

MEST LESIÐ

AÐRAR FRÉTTIR